"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
þriðjudagur, maí 17, 2005
Fórum árlega ferð á Snæfellsjökul um Hvítasunnuhelgina, sól skein í heiði og allir voru í banastuðið. Ég var tekin af löggunni þegar ég brenndi í Borgarnes að sækja Sigga, var tekinn á 127 km. hraða sem þykir víst nokkuð gott. Löggan var létt í lund og fór með gamanmál meðan þeir skrifuðu mig niður. Daginn eftir fékk ég síðan heimsókn af lögreglumönnum á Arnarstapa þar sem við gistum. Okkur brá öllum í brún þegar löggann bankaði uppá og spurði eftir Sósa. Allir héldu að eitthvað hefði komið uppá og voru næstum brostnir í grát. En erindið sem þeir áttu við mig var að skila mér resepti sem ég hafði misst í löggubílnum er ég sýndi þeim skilríkin mín. Þeir keyrðu sem sagt alla leið úr Stykkishólmi til þess að skila mér lyfseðli sem rann út fyrir hálfu ári (lol). Þetta var mjög skrýtin uppákoma og sumum varð svo mikið um að þeir tæmdu úr rauðvínskútnum og lágu óvígir eftir. Annars var þetta frábær ferð í alla staði nema að Hlébarðinn missti undan sér annan fótinn og endaði síðan á því að brjóta á sér gírinn, þannig að hann var ekki brúkaður nema hluta af ferðinni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli