þriðjudagur, maí 10, 2005


Sósi á vin í löggunni sem heitir Teddi. Sósi og Teddi eru báðir í ræktinni og hittast stundum við Boostbarinn í Laugum þar sem þeir fá sér saman "Massann" sem er vinsælasti drykkurinn á staðnum. Í gær bauð Teddi lögga Sósa að gerast lögga í einn dag. Sósa fannst þetta skemmtileg áskorun og skellti sér því í löggugallann í einn dag. Þessi mynd var tekin af Sósa er hann stjórnaði umferð við ein fáförnustu gatnamót Reykjavíkur. Sósa var ekki skemmt er bílarnir brunuðu framhjá og skeyttu ekkert um það hvort hann benti til hægri eða vinstri. Posted by Hello

Engin ummæli: