Eins og flestir kannski vita, þá er Rakel byrjuð á fullu í ræktinni. Hún hefur verið mjög dugleg síðastliðnar vikur og fer eigi sjaldnar en fimm sinnum í viku. Rakel ákvað áður en hún byrjaði í ræktinni að kaupa sér alvöru leikfimigalla svo hún yrði ekki að athlægi á brettinu. Hún fór því til Halla í Henson og lét hann klæðskerasauma á sig leikfimiföt svo hún myndi hverfa í fjöldann og vekja litla athygli.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli