mánudagur, maí 23, 2005


Þessi ótrúlega frétt var í Fréttablaðinu í morgun undir fyrirsögninni "Át húsbónda sinn í árbít". Tíkin Amanda gerði sér sem sagt lítið fyrir og hramsaði húsbónda sinn Guðmund Árelíusson í sig á augabragði án nokkurrar ástæðu að því er virðist. "VIð erum bara í sjokki" sagði Guðný ekkja Árelíusar er blaðamenn Sósa bönkuðu uppá hjá henni snemma í morgun. "Hún sem alltaf hefur verið svo blíð og góð blessunin, og við höfum ekkert haft uppá hana að klaga þessi 8 ár sem við höfum átt hana. En það var kannski lán í óláni að hún skyldi hramsa kallinn en ekki krakkana, enda kallinn komin vel til ára sinna" sagði Guðný og smellti í góm. Er blaðamenn inntu Guðnýju eftri því hvort tíkinni yrði ekki lógað hið snarhasta, hafði hún þetta um málið að segja. "Ætli við leyfum nú ekki greyinu að liggja aðeins á meltunni áður en við förum að huga að því. Annars er ég ekkert viss um að við losum okkur við hundinn, enda hann kominn á bragðið og því góður varðhundur fyrir vikið. Er ekkert endilega viss um að hún leggist á aðra fjölskyldumeðlimi, erum allavega tilbúin að taka þá áhættu". Posted by Hello

Engin ummæli: