"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
fimmtudagur, maí 26, 2005
Sósi fór ásamt fríðuu föruneyti á Nasa um helgina og sletti þar ærlega úr klaufunum. Loðmfjörð var að sjálfsögðu í föruneyti Sósa og fór hún hreinlega á kostum þegar hún hrifsaði hljóðnemann af ICY hópnum og hóf upp raust sína við mikla geðshræringu nærstaddra. Lomman lét sér ekki um muna að sveifla sér í rjáfrinu á meðan á jóðlinu stóð. Sósi andaði léttar er hin limfagra Loðmfjörð lét sig svífa léttilega til jarðar eftir hálofta æfingarnar sem virtust engan endi ætla að taka. Lífverðir ICY hópsins smelltu þessari mynd af kellingunni í hita leiksins, þeir sem vilja eignast eintak af myndinni er bent á að hafa samband við dómsmálaráðuneytið, en hún er þar til skoðunar vegna hugsanlegs dómsmáls á hendur Loðmfjarðar af hendi ICY hópsins, eiganda NASA og fulltrúa gesta.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli