"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
miðvikudagur, maí 25, 2005
Að venju var tekinn bekkjarmynd af bekknum hennar Stefaníu núna fyrir prófin. Bekkjarmyndin er assgoti fín og allir eru krakkarnir vel stroknir og flottir. Allir máttu í sínu fínasta pússi og fóru meira að segja í bað fyrir myndatökuna. Sósi verður bara að segja það, að sjaldan eða aldrei hefur hann litið augum eins föngulegan og framandi hóp einbeittra unglinga, og dregur þá ályktun af myndinni að hér sé samankomin æska íslands í hnotskurn. Þeir sem vilja fá eintak af myndinni er bent á að setja sig í samband við fangelsismálayfirvöld (myndin er í þeirra vörslu einhverra hluta vegna).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli