"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
miðvikudagur, maí 25, 2005
Mikill bruni varð í þingholtunum í gærkvöldi, alveg að ástæðulausu samkvæmt heimildum Sósa. Er fólk í hverfinu varð vart við brunann var Brunalið Reykjavíkurborgar kallað umsvifalaust á staðinn, og voru þeir mættir að vörmu spori. Mörgum þótti það undarlegt er brunaliðssmennirnir, sem allir eru meðlimir í knattspyrnufélaginu EldurogSina, stilltu sér upp fyrir framan brennandi húsið eins og verið væri að taka af þeim mynd fyrir kappleik. "Við gerum þetta alltaf þegar við komum að bruna, þetta er partur af programmet" sagði Evert Tjaldsson brunahanamaður er hann var inntur eftir þessu skringilega uppátæki. Þess ber að geta að húsið brann til kaldra kola á meðan á liðsuppstillingunni stóð, og þurftu því brunamennirnir ekki að sprauta einum einasta vatnsdropa á bálið. "Þetta hefur nú komið fyrir áður" sagði Evert þegar hann var inntur eftir því hvort ekki hefði verið hægt að bjarga húsinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli