mánudagur, mars 14, 2005


Siggi kom heim í gærkveldi og sagðist vera byrjaður í hljómsveit með tveimur vinum sínum. Ég spurði hann þá hvaða vinir hans þetta væru og hvað hljómsveitin ætti að heita. Hann svaraði því til að hljómsveitin ætti að heita "The golden oldies" og að þetta væru tveir strákar sem hann hefði kynnst fyrir utan Austurbæjarskóla í síðustu viku. Hann sagði mér að þessir nýju vinir sínir kölluðu sig Árni Popp og Gísli Grautur og þeir væru svalir gæjar. Þá spurði ég hann hvað þeir væru gamlir og hann sagði að þeir væru á svipuðum aldri og ég. Nú fór mér ekki að lítast á blikuna þannig að ég spurði hann hvort að ég mætti ekki koma með honum á æfingu og sjá hvernig hann tæki sig út með bassann. Hann hélt það nú og ég fór á æfingu með honum í gærkveldi. Ég tók þessa mynd á æfingunni þar sem Siggi fór mikinn á bassanum og lék við hvurn sinn fingur. Gísli og voru ekki eins hressir enda gerðu þeir ekki ráð fyrir að Sósi myndi mæta á æfingu. Posted by Hello

Engin ummæli: