"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
þriðjudagur, mars 15, 2005
Jón Jónsson athafnabóndi hafði samband við mig áðan og sagði mér að hann væri ekki par sáttur að ég væri að éta upp fréttir úr öðrum miðlum og posta þeim á bloggsíðuna mína. Það væri ekkert annað en fréttastuldur og menn hefðu nú verið hengdir fyrir minna en í sínu umdæmi. Hann bað mig vinsamlega að gæta fyllstu varúðar í nærveru sálar og hugsa aðeins um orðstír þeirra sem verða fyrir barðinu á óstýrilátum áhugabloggara að sunnan eins og hann orðaði það. Ég ætla að taka þessar ábendingar Jóns til alvarlegrar athugunar, en get samt ekki setið á mér og postað þessari mynd af Jóni sem tekin var af honum við opnun sauðfjárssetursins í fyrra. Jón var þar í essinu sínu og fór hreinlega á kostum þegar hann opnaði sýninguna ásamt lagskonum sínum sem hann fékk sendar að sunnan til þess að flikka aðeins uppá samkomuna eins og hann sjálfur orðaði það. Eiginkona Jóns var ekki hrifinn af þessu uppátæki hjá honum og lét hann heyra það þegar heim var komið að sögn sameiginlegs vinar þeirra hjóna. Jón hefur síðan þá dvalist í helli skammt frá útihúsunum á bænum ásamt drósunum að sunnan, en það var ekki hægt að senda þær í bæinn sökum mikillar þoku á heiðinni sem ætlar víst seint að létta. Samkvæmt nýjustu fréttum að vestan, þá er þríeykið ennþá í hellinum og á þaðan ekki afturkvæmt til byggða fyrr en birtir til á heiðinni og hjá húsfreyjunni á Kirkjubóli.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli