þriðjudagur, mars 15, 2005



Stelpurnar í Nylon hafa eitthvað aðeins bætt á sig síðan í sumar. Svei mér þá ef þær eru ekki bara sætari svona búttaðar. Þær hafa greinilega gert vel við sig í mat og drykk eftir að Edda útgáfa borgaði þeim feitann bónus fyrir bókina sem seldist í bílförmum nú fyrir jólin. Forstjóri Eddu, Páll Bragi Krissason hefur látið hafa það eftir sér að Nylon draumurinn sé hvergi nærri búinn og að Nylon sé nú ein helsta mjólkurkú fyrirtækisins sem verði blóðmjólkuð til hins ítrasta. Það má því gera ráð fyrir að mörin eigi eftir að leka af stellunum þegar þær taka aftur til óspilltra málana í útgáfustarfsemi á nýju ári. Posted by Hello

Engin ummæli: