þriðjudagur, mars 15, 2005



Viðbjóðslega kellingu rak á fjörur Strandamanna nú um helgina, segir í hinu virta veftímariti Strandir.is. Þar er viðtal við Jón Jónsson akuryrkjubónda á Kirkjubóli sem fann kvikindið kviknakið í fjöruborðinu. "Ég var á einhverju helvítis fylleríi með strákunum sem standa með mér að sauðfjársetrinu í gærkvöldi og var því hálfryðgaður þegar ég vaknaði í morgunsárið. Ég ákvað því að skella mér til hressingar í göngutúr í fjörunni sem leikur við túnfótinn hér á bænum. Þegar ég svo kem niður í fjöru þá er þetta það fyrsta sem blasir við mér. Ég hef hvorki fyrr né síðar rekist á jafn ljóta kellingu um ævina og hef ég þó hitt þær margar. Ætli þetta helvítis kvikindi sé ekki að sunnan, sennilega úr Garðabænum." sagði Jón við blaðamann Mogganns og smellti í góm að hætti strandamanna. Er blaðamaður innti Jón eftir því hvað hann ætlaði að gera við kvikindið, þá svaraði hann því til að hann myndi sennilega geyma hana í útihúsunum eitthvað fram á vorið. "Það er svo sem aldrei að vita hvaða gagn maður getur haft af þessu helvíti þegar fram í sækir." sagði Jón að lokum og hló þvílíkum hrossahlátri að undirtók í fjöllunum. Posted by Hello

Engin ummæli: