miðvikudagur, mars 09, 2005



Kvöldið í gær var alveg meiriháttar. Kerlingin eldaði borgara afan í mig og krakkaskrílinn, krakkarnir fengu kók með en ég heimtaði bjór (sem ég fékk). Þegar við vorum búin að slafra í okkur þá lagðist ég í sófann og setti mig í stelllingar fyrir leikina í meistaradeildinni. Rakel kom þá niður og var með eitthvað múður, sagðist ætla að horfa á Gilmore Girls og að ég fengi bara að horfa á einn leik. Ég hélt nú ekki og teipaði hana því upp á vegg. Hún sagði ekki múkk eftir það. Ætla heim í hádeginu og taka hana niður, hún þarf nefnilega að komast í Smáralind og kíkja á nýju sendinguna af kúrekastígvélunum sem voru að koma. Posted by Hello

Engin ummæli: