mánudagur, mars 07, 2005


Siggi átti afmæli í gær, varð 11 ára gamall. Ég og Siggi fórum í bíó með nokkrum af vinum hans í tilefni dagsins og skemmti ég mér konunglega á rómantísku gamanmyndinni Hitch sem Siggi valdi og sá mikið eftir. Við fengum okkur síðan pitzu á eftir sem við skoluðum niður með ísköldum bjór. Strákarnir urðu náttúrulega blindfullir af einum bjór og ég skellihló að þeim þar sem þeir bulluðu tóma vitleysu. Við fórum síðan heim og tókum upp pakkana. Siggi fékk gsm síma frá okkur fjölskyldunni og varð hann alveg hoppandi glaður yfir því (enda vel við skál drengurinn). Rakel ákvað að síminn þyrfti að vera af allra nýjustu gerð svo hún lét sér ekki muna um það að kaupa Nokia 34X4500Gillette með innbyggðri rakvél. Rakvélin á eftir að koma sér vel fyrir Sigga, enda stutt í það að skeggbroddarnir fari að láta sjá sig. Siggi var hálf timbraður í morgun eftir bjórinn en jafnaði sig fjótt eftir að hann skellti í sig hráu eggi í morgun áður en hann fór í skólann. Þeir sem vilja ná í Sigga í síma, er bent á að hringja í 8633362 sem er gamla númerið hennar Loðmfjarðar. Sósi smellti af mynd af stráknum er hann fékk símann og postum við henni hér með. PS. verð að fara að taka niður jólaskrautið! Posted by Hello

Engin ummæli: