fimmtudagur, júní 09, 2005

Sigurður Galdrastrandasmiður í tómu svínaríi!


Siggi Galdrasmiður hafði samband við mig fyrir helgi og var mikið niðri fyrir. Hann hafði ljóta sögu að segja af Jóni sauðfjársetursbónda af Ströndum, sem hann segir að svífist einskis til þess að komast til æðstu metorða þar nyðra. "Hann fer með mann eins og svín" öskraði Siggi á mig í símtólið, þannig að eg vissi ekki í hvorn skóinn ég átti að skíta. "Þetta er ljótt að heyra" svaraði Sósi þá á móti og fór undan í flæmingi. "Hann vélaði mig til þess að sjá um svínin fyrir sig í viku á meðan hann brá sér af bæ til þess að kaupa dress á heimasætuna. Sagði að ég skuldaði honum greiða en mundi síðan ekki alveg útaf hverju það var. Hann bara á svo gott með að tala fólk til að maður bara getur ekki neitað helvítis beininu" sagði Siggi hálf volandi í símann. "ég er alveg viss um að hann var ekkert að kaupa neinn fjandans kjól. Hann hefur bara verið í einhverjum hrossakaupum eða atkvæðasmölun. Hann er bara að tryggja baklandið fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. Hann ætlar sér toppsætið og svífst einskis". Þessa mynd tók Jón skellihlæjandi af Sigga þegar hann var að rogast með eina gyltuna á markaðnum á Hólmavík. Posted by Hello

Engin ummæli: