fimmtudagur, júní 09, 2005

Jón með fullar hendur fjár!


Siggi Galdrasmiður hringdi í mig rétt áðan og vildi ólmur að ég postaði þessari mynd af Jóni Rekavið Jónssyni frá Kirjubóli á Ströndum. Siggi sagði að þarna hefði hann komið upp um svik Jóns, því þarna sæist það í svart hvítu að Jón hefði ekki keypt kjólinn á heimasætuna heldur á sjálfan sig. "Helvítis melurinn" hrópaði Siggi í símtólið og skellihló svo undir tók í klettunum . Ég tók þessa mynd af honum þar sem hann sat fyrir utan sauðfjárstetrið og rukkaði inn. Hann var með fullar hendur fjár, þannig að það lítur út fyrir að það hafi verið góð stemning innandyra. Hann virtist nú ekkert of kátur þegar ég smellti af honum myndinni, enda ógreiddur og nývaknaður kallskömmin?" sagði Siggi að lokum og skellti hryssingslega á. Posted by Hello

Engin ummæli: