Elías er orðinn faðir og er gapandi hissa á því!
Elías varð furðu lostinn er hann fékk fréttirnar. "Ég hef ekki riðið neinum" sagði Elli er Sósi sló á þráðinn til hans í gær. "Ég veit hreinlega ekki hvaðan á mig stendur verðið" sagði Elli gapandi hissa á öllu þessu tilstandi. "Ætli maður verði ekki að standa sína plikkt eins og venjulega, og bíta í þetta gallsúra epli. Stelpan heimtar að ég gangist við króanum, þannig að það er ekki hægt annað en að hlýða" sagði Elías að lokum og skundaði inná fæðingardeildina með kandísöskju í annarri og krippling í hinni. "Maður verður að tríta þessar tjellingar" æpti hann er hurðinn lokaðist á eftir honum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli