föstudagur, október 31, 2008

Satan Al til bjargar
Hinn skeleggi og undarlegi strokupési Satan Al, hefur nú stigið fram á sjónarsviðið í íslenskum fjölmiðlum og heitið því að hann muni ekki skorast undan því ef íslenska þjóðin leyti til hans í þeim hremmingum sem yfir hana gengur. Satan segist þó ekki vera efnaður maður en geti hjálpað Íslendingum á annan hátt. Þegar Sósi setti sig í samband við kallinn til þess að krefja hann svara um hvers konar aðstoð hann ætti við, þá svaraði hann "ég djóka Sósi, ég djóka bara mar, kann ekki íslanding a djóka" svo undirtók í þríforknum, púkunum og viðbjóðnum.

fimmtudagur, október 16, 2008

Fólksflóttinn frá Íslandi

Þessi mynd finnst Sósa fyndin.
Tekin af vefnum hjá Dr. Gunna.
Tvífarar dagsins!
Rússalánið

Nú eru Urður, Verðandi og Skuld úti í Rússlandi að semja við frændur okkar Rússa um heljarinnar lánafyrirgreiðslu. Sósi hefur fyrir því áreiðanlegar heimildir að Rússar vilji fá að þjóðnýta Grýlu okkar en Leppalúða til þrautavara ef að mjöðmin á Grýlu heldur ekki. Rússar hafa víst haft af því fregnir að Grýla okkar sé mun skelfilegri heldur en Rússagrýlan þeirra, og því hafi þeir séð sér leik á borði með því að koma Rússagrýlunni yfir á okkur. Það er víst þegar farið að tala um Íslandsgrýluna úti í hinum stóra heimi og farið að tala um kalt stríð á milli Íslands og vesturlandanna. Þeir sletta skyrinu sem eiga það!
Stór sér á Seðlahrunsstjóra!

Sósi náði þessari aumkunarverðu mynd af Seðlahrunsstjóranum nú í morgunsárið. Kallinn var nývaknaður og ergilegur í meira lagi og hreytti ónotum í alla viðstadda með dassi af fyrirlitningu og mölkúlum. Er Sósi spurði kallinn hvort hann væri að reyna að villa á sér heimildir í kreppunni hreytti hann út úr sér "djö.. getur þú verið ómerkilegur Sósi, ég er bara með smá bjúg" svo undirtók í gjaldeyrisforðanum og kreppunni.
Siggi feiti skilur ekkert í essu!
Seðlahrunsstjóri algjör api?

Sósi veltir því fyrir sér hvort Seðlahrunsstjórinn okkar sé algjör api. Sósi hefur nefnilega tekið eftir því að hann hlustar ekki á nokkurn annan en sjálfan sig og stingur alltaf puttunum í eyrun þegar einhver annar en hann sjálfur mælir orð af munni. Ekkert hefur heyrst í manninum frá því að hann setti stærsta fyrirtæki Íslands á hausinn og gerir Sósi að því skóna að hann sé að undirbúa næstu hriðjuverkaárás á íslenskt efnahagslíf ofan úr svöruloftum þar sem hann hefur haft aðsetur upp á síðkastið. Þessa mynd af Seðlahrunsstjóranum náði Sósi af kauða er hann tilkynnti stýrivaxtahækkun á dögunum og svaraði spurningum fréttamanna með puttana í eyrunum.

miðvikudagur, október 15, 2008

Takið eftir hvað Sósi sagði 05.02.08 síðastliðinn (Nostradamus hvað?)

http://skarisig.blogspot.com/search?q=Se%C3%B0labunkastj%C3%B3ri
Siggi Einars lumar á fúlgum fjár!

Kaupþingsmógullin Siggi Einars eða Siggi Feiti eins og hann er oftast kallaður virðist hafa komið betur undir sig hófunum en margur annar. Rétt í þessu voru að berast fregnir af því að Siggi hefði fest kaup á tveggja miljarða króna húsi í Bretaveldi og það korteri fyrir kreppu. Siggi vildi ekkert ræða við Sósa er hann leitaði eftir viðtali en vildi þó meina að partýið væri alls ekki búið, það væri rétt að byrja, að minnsta kosti hjá sér. Að þeim orðum sögðum rak Siggi óstýrilátur út úr sér tunguna og sagði "hí á þig ormurinn þinn" og reykspólaði jóðlandi ættjarðarsöngva í burtu svo undirtók í spikinu, seðlunum og stífpressaðri bankaskyrtunni.
Þessari mynd náði Sósi af Sigga fyrr á árinu er hann tékkaði á stöðunni í pengingageymi Kaupþings.
Seðlahrunsstjórinn og átthagaskrýmslið Davíð Oddsson hlær að kreppunni!
Sósi heldur að kellingarnar eigi eftir að moka okkur upp úr skítnum!

þriðjudagur, október 14, 2008

mánudagur, október 13, 2008

Jónas búin að missa vitglóruna

Jónas Kristjónsson, ritstjóri og bloggari er búin að missa þá einu glóru sem hann átti eftir í höfði sér og ráfar nú um miðbæ Reykjavíkur kallandi alla sem hann hittir illum nöfnum. Jónas er víst uppáklæddur sem páfinn sjálfur og umlar í sífellu "nammjó jó reingen gjó" og klórar sér í kollvikunum ótt og títt. Samstarfsmenn Jónasar til margra ára hafa víst miklar áhyggjur af kauða og hafa lagt það til við stjórnvöld að hann verði lokaður inni og lyklinum hent eða þá til þrautavara að hann verði strokaður út.
Kreppuböðull Íslands

Sjálfsskipaði kreppuböðullinn Egill Hengjason lét til skarar skríða gegn útrásarvíkingunum svokölluðu í Silfri Egils í gær. Til aftöku var mættur Jón Ásgeir Jóhannesson sem Hengjason ætlaði sér að taka af lífi án dóms og laga í beinni útsendingu. Hengjason varð þó ekki kápan úr því klæðinu í það skiptið, enda afskaplega taugaveiklaður og illa fyrir kallaður með titrandi öxina í annarri hendi. Það fór líka svo á endanum að Hengjason féll fyrir eigin hendi í þættinum er hann reiddi öxina hvað hæst til höggs og afhausaði sjálfan sig fyrir framan alþjóð í beinni útsendingu.

fimmtudagur, október 09, 2008

Sósa langar í þetta verk eftir Hallgrím Helga!
Dýralæknirinn klúðrar málum!

Dýralæknirinn, fjármálaráðherrann og enskumógúllinn Árni Matthíasson, klúðraði málum víst svo svakalega í gær í stuttu samtali við fjármálaráðherra Breta, að hann setti Kaupþing á hausinn einn og óstuddur. Sósi hefur heimildir fyrir því að Árni sem útskrifaðist úr Flensborg á sínum tíma hafi aldrei verið sleipur í enskunni og hafi í fjármálaráðherratíð sinni verið misskilinn svo oft að elstu menn muna ekki annan eins misskilning. Árni sagði í stuttu spjalli við Sósa að það væri af og frá að Darling hafi getað misskilið sig því hann kynni varla stakt orð í ensku. "Ég sagði bara, you pay we smile, eins og Dabbi sagði mér að segja" sagði Árni, fitjaði upp á nef sér, baulaði og tölti í burtu.
Ísland var land mitt

Ísland var land mitt, ég aldrei því gleymi,
Ísland í gjaldþroti sekkur í sæ,
íslensku krónun´í banka ei geymi
við íslenska hagkerfið segi ég bæ,
Ísland í erfiðum tímum nú stendur
Íslenska stjórnin hún failar margfallt
Íslenski seðillinn er löngu brenndur
Ísland er landið sem tók af mér allt

fimmtudagur, október 02, 2008

Lagið um það sem er bannað

Það má ekki fá sér lítið lán
og ekki fremja lítið bankarán
ekki fara í búðir og kaup út á visa
og ekki segja að nautasteik sé ýsa

Það má ekki detta í skuldafen
og ekki fá sér dáldið mikið yen
ekki fara í útlönd og kaupa hitt og þetta
ekki segja crisis heldur "kreppa"

Þessir stjórnmála menn eru skrýtnir
eru alltaf að skamma mann
þó maður eyði um efni fram
eru þeir alltaf að skamma mann

Það má ekki fljúga á Saga Class
og ekki fá sér gúlla heldur dass
ekki fara í spyrnu á Rangeanum hennar mömmu
og ekki stela demöntum af ömmu

Það má ekki fara í kynlífsbúð
og ekki stinga lilla ven í snúð
ekki fara að grenja þó gengið sé að falla
ekki berja gamla feita kalla

Þessir stjórnmála menn eru skrýtnir
eru alltaf að skamma mann
þó maður eyði um efni fram
eru þeir alltaf að skamma mann osfrv.

Höf: Sósi

miðvikudagur, október 01, 2008

Getur það í alvörunni verið?

fimmtudagur, september 25, 2008

Raggi Raðhús farinn að vinna hjá Alcoa!

Yfirsvindlarapungurinn og dómsdagsfjárfestirinn Ragggi Raðhúsalengja er flúin austur og hefur hafið vinnu hjá hinu virta álbræðslufyrirtæki Alcoa. Ragnar hefur eins og flestir vita staðið í miklum deilum við handalögmáls rukkarann Benna Rukk sem farið hefur hamförum í fjölmiðlum undanfarið vegna illrar meðferðar Kompásmanna á honum. Er Sósi sló á þráðinn til Ragnars sem þá var staddur í gömlu Rúgbrauði á leið austur, sagði hann að hann væri búin að fá nóg af vöðvastælunum í Benna og ætlaði sér að starta nýrri raðhúsalengjusvikamyllu fyrir austan til þess að koma fótunum undir sig aftur eins og hann orðaði það svo skemmtilega. "Ég á nóg af svikaprettamyllutrixum upp í erminni, maður lifandi" grenjaði Raggi Raðhús að lokum svo ískraði í öllu álinu fyrir austan.
Áreiðanlegar heimildir Sósa herma að Benna sé kominn austur og ætli sér ekki að sitja með hendur í skauti, heldur herja á Ragnar úr öllum áttum til þess að knésetja svikamyllusvindlarapunginn í eitt skipti fyrir öll. Benni sendi Sósa þessa mynd hér til hliðar sem skósveinar hans tóku af Ragnari á framkvæmdasvæði Alcoa nú á dögunum.