fimmtudagur, október 09, 2008

Dýralæknirinn klúðrar málum!

Dýralæknirinn, fjármálaráðherrann og enskumógúllinn Árni Matthíasson, klúðraði málum víst svo svakalega í gær í stuttu samtali við fjármálaráðherra Breta, að hann setti Kaupþing á hausinn einn og óstuddur. Sósi hefur heimildir fyrir því að Árni sem útskrifaðist úr Flensborg á sínum tíma hafi aldrei verið sleipur í enskunni og hafi í fjármálaráðherratíð sinni verið misskilinn svo oft að elstu menn muna ekki annan eins misskilning. Árni sagði í stuttu spjalli við Sósa að það væri af og frá að Darling hafi getað misskilið sig því hann kynni varla stakt orð í ensku. "Ég sagði bara, you pay we smile, eins og Dabbi sagði mér að segja" sagði Árni, fitjaði upp á nef sér, baulaði og tölti í burtu.

Engin ummæli: