Rússalánið
Nú eru Urður, Verðandi og Skuld úti í Rússlandi að semja við frændur okkar Rússa um heljarinnar lánafyrirgreiðslu. Sósi hefur fyrir því áreiðanlegar heimildir að Rússar vilji fá að þjóðnýta Grýlu okkar en Leppalúða til þrautavara ef að mjöðmin á Grýlu heldur ekki. Rússar hafa víst haft af því fregnir að Grýla okkar sé mun skelfilegri heldur en Rússagrýlan þeirra, og því hafi þeir séð sér leik á borði með því að koma Rússagrýlunni yfir á okkur. Það er víst þegar farið að tala um Íslandsgrýluna úti í hinum stóra heimi og farið að tala um kalt stríð á milli Íslands og vesturlandanna. Þeir sletta skyrinu sem eiga það!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli