mánudagur, október 13, 2008

Kreppuböðull Íslands

Sjálfsskipaði kreppuböðullinn Egill Hengjason lét til skarar skríða gegn útrásarvíkingunum svokölluðu í Silfri Egils í gær. Til aftöku var mættur Jón Ásgeir Jóhannesson sem Hengjason ætlaði sér að taka af lífi án dóms og laga í beinni útsendingu. Hengjason varð þó ekki kápan úr því klæðinu í það skiptið, enda afskaplega taugaveiklaður og illa fyrir kallaður með titrandi öxina í annarri hendi. Það fór líka svo á endanum að Hengjason féll fyrir eigin hendi í þættinum er hann reiddi öxina hvað hæst til höggs og afhausaði sjálfan sig fyrir framan alþjóð í beinni útsendingu.

Engin ummæli: