Er allt heila klabbið að sigla í strand?
Sósa er alveg hætt að lítast á blikuna varðandi efnahagsástandið í heiminum. Það virðist sem svo að ekkert fái stöðvað skrið lausafjárkreppunnar sem fór af stað í Bandaríkjunum á síðasta ári vegna undirmálslánakrísunnar viðbjóðslegu. Þegar menn eins og Björgólfur eldri og yngri eru farnir að kveinka sér undan ástandinu þá er Sósa hætt að lítast á blikuna og heldur að best væri fyrir alla að grafa sig bara í fönn í vetur og koma ekki fram í dagsljósið fyrr en í fyrsta lagi 2010. Sósi sló á þráðinn til Bjögga eldri í hádeginu, svona aðeins til þess að tékka á stöðunni og þá hafði hann þetta um málið að segja. "Sósi minn því er nú oftast þannig farið að eins manns dauði er annars manns brauð, en það á bara ekki við núna kallinn minn" sagði Bjöggi og sýndi Sósa galtóma vasana sem lyktuðu af túköllum og tíeyringum sem fyrir löngu er foknir út í veður og vind eftir mikla sviptivinda í brókinni undanfarna mánuði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli