miðvikudagur, september 10, 2008

Heimurinn að farast?

Er Sósi kom heim eftir vinnu í gær, biðu allir fjölskyldumeðlimirnir í hurðargættinu og æptu "pabbi, pabbi er heimurinn að farast?" "Hvurslags vitleysa er þetta í ykkur" sagði þá Sósapabbi og stappaði illur niður fótunum. "Hvurslags endemis þvæla er þetta og hvaðan er þessi þvæla uppsprottinn?". "Mamma sagði okkur að það gæti allt eins verið að heimurinn myndi enda í dag er strákarnir hjá LHC (Large Hadron Collider) settu öreindahraðalinnn sem verið var að byggja í Sviss í gang". "Þið vitið nú hvernig hún mamma ykkur getur látið" svaraði þá Sósi ábúðarfullur, sló sér á lær og smellti góðlátlega í góm til þess að róa krakkagemlingjana sem greinilega voru í mikili geðshræringu yfir yfirlýsingu móður sinnar. Sósi skammaði Lommukvikindið seinna um kvöldið, háttaði hana niður í rúm og flengdi hana létt á þjóhnappana í refsingarskyni fyrir ósannindin. Þó er það öllum ljóst að heimsendir verður einhvern tímann, en hvort hann sé í nánd eða ekki er allsendis óvíst. Þessi mynd hér til hliðar var tekin af Spútnik 3 er öreindahraðallinn var settur í gang í morgun, eins og sjá má þá er ekkert að óttast, alls ekkert.

Engin ummæli: