Ella Illuga stungið ofan í kolabing
Sósa bárust þær skelfilegu fréttir til eyrna á dögunum að það væri búið að stinga Ella Illuga (Von Döri) í kolabing, læsa og henda lyklinum. Sósi hvetur alla sem á kettlingi geta haldið að leggjast á eitt til þess að frelsa kauða úr prísundinni. Kolabingurinn er staðsettur upp við Rauðavatn og með sameiginlegu átaki ættu svona hundrað manns að geta frelsað hann. Sósi leggur því til að við hittumst stundvíslega klukkan 9 í kvöld með kúbein og melspírur og þá ætti þetta að verða létt og löðurmannlegt. Öngvar ástæður fengust hjá ráðamönnum þjóðarinnar af hverju í andsk... honum hefði verið stungið ofan í binginn, en áreiðanlegar heimildir Sósa herma að hann hafi verið orðinn ógn við þjóðaröryggi þ.e.a.s. að hann hafi verið orðinn hinn versti lýðsskrumari.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli