miðvikudagur, október 31, 2007

Tískurugl

Siggi sonur Sósa oft kallaður "Geðsiggi" sökum hvursu geðvondur hann getur orðið, sást bregða fyrir í þessari múnderingu á dögunum. Sósa lék forvitni á að vita af hverju í ósköpunum sonur hans íklæddist Nintendo íþróttagalla og auk þess forljótum í ofanálag. Ekki stóð á svari hjá stráksa "Pabbi djöfull getur þú verið hallærislegur mar". Sósi skilur hvorki upp né niður í tískunni þessa dagana sem rokkar á milli að vera Billabong-Quicksilver eitthvað og DonCano-Millett-Converse skræpótt rugl.

Endilega smellið á myndina hér til hliðar til þess að skoða búninginn betur!

Engin ummæli: