Óli Jó nýr landsliðsþjálfari
Óli Jó eða Óli Djók eins og hann er oftast kallaður var í gær ráðinn sem þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu til tveggja ára. Það er gaman að segja frá því að Sósi lék á sínum yngri árum handknattleik með kauða og lék síðan undir hans stjórn knattspyrnu við góðan orðstír. Sósi skrapp því í heimsókn til kallsins og óskaði honum til hamingju með nýja starfið.
Sósi fékk að smella þessari mynd af honum þegar hann stillti sér upp með alla verðlaunapeningana sem hann hefur unnið sér inn með FH-ingum síðustu þrjú árin.
Óli á án efa eftir að bæta við blingið sem nýr landsliðsþjálfari, það er ekki nokkur spurning.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli