fimmtudagur, september 27, 2007

Loðmfjarðarsystur fá sér nýtt á rúmin

Litla- og stóra Lomma fóru ásamt Siggu vinkonu litlu Lommu í smá verslunarleiðangur um liðna helgi sem er svo sem ekki í smákökur færandi. Þær höfðu hug á að kaupa sér "nýtt á rúmin" eins og þessar kellingar segja oft þegar tími er komin til að skipta um rúmföt. Sigga greyið var kviðslitinn að þessu sinni og þurfti því að sinna erindum sínum úr hjólastól sem þær systur skiptust á að ýta fram og tilbaka um Smáralindina. Þessi mynd var tekin af þeim er þær voru á leiðinni heim úr verslunarleiðangrinum með "nýtt á rúmin" í poka, en athygli vekur að þær stöllur hafa dregið þá ályktun að það væri meiri vigt í rúmfötunum en Siggu (Siggi búin að vera á danska kúrnum), og tóku því kellingar hróið á stráhest og ýttu rúmfötunum um í hjólastólnum vegfarendum til mikillar skemmtunar.

Meira ruglið alltaf hreint í þessum kellingum!

Engin ummæli: