Sósi valinn "Fífl helgarinnar" með nokkrum yfirburðum!
Nú hefur Sósi ákveðið að taka upp á nýjung hér á Sósi.is, en það er liðurinn "Fífl helgarinnar". Eftir hverja helgi verður einhver fyrir valinu sem Fífl helgarinnar og getur hver sem stendur Sósa nærri hreppt titilinn. Það sem menn þurfa að gera til þess að verða þessa heiðurs aðnjótandi, er að haga sér eins og algert fífl um helgar, bjóða af sér slæman þokka, svíkjast um eða gera eitthvað sem almennt er talið leiðinlegt og ekki til eftirbreytni í samfélagi mannana (um helgar). Sósi sjálfur verðu fyrir valinu eftir þessa helgi, enda var hann með eindæmum ódæll, svikull, leiðinlegur og bauð af sér vondan þokka mest alla helgina. Sósi veltist um í partíi fram á rauðann morgun, þrátt fyrir fyrirheit um allt annað og sveik þar með maka sinn til margra ára frú Loðmfjörð svo eftir var tekið. Sósi er því krýndur "Fífl helgarinnar" og er því öðrum víti til varnaðar fram að næstu helgi. Hvað svo gerist næstu helgi er ekki hægt að segja til um, en Sósi hefur ákveðið að hann vinni ekki tvær helgar í röð. Gangið því hægt um gleðinnar dyr kæru vinur, því annars verðið þið fífluð næsta mánudag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli