föstudagur, apríl 29, 2005


Haukar fögnuðu sínum 7 meistaratitli í handbolta í gær. Harpa Melsteð fagnaði ógurlega lyfti bikarnum hátt á loft og gleypti hann síðan við mikinn fögnuð áhangenda Hauka. Harpa var flutt í skyndi á nærliggjandi sjúkrahús og er líðan hennar eftir atvikum slæm. "Við verðum sennilega að skera og ná honum út þannig, en gyllingin mun sennilega verða eftir í Hörpu, enda alveg gull af kellingu" sagði vakthafandi læknir við blaðamenn er þeir inntu hann eftir því hvernig bikarinn kæmist í bikarasafnið á Ásvöllum. Posted by Hello

Engin ummæli: