mánudagur, apríl 25, 2005


Ég var búin að velta því fyrir mér alla helgina hvort að ég ætti að posta þessari mynd á netið og var lengi vel á þeirri skoðun að það ætlaði ég ekki að gera. En nú hef ég tekið þá ákvörðun að annað sé bara ekki hægt í ljósi þess hversu myndin er nú fyndin. En þannig er mál með vexti að Loðmfjörð, Sósi og vinir þeirra, fóru út að skemmta sér á föstudagskvöldið. Eins og venjulega þá var mikið stuð á Sósa og fylgdarliði hans og fór hjörðin hreinlega á kostum á öldurhúsum bæjarins. Loðmfjörð var þó allra hressust og lét sér ekki muna um að leggja sig í bjórkælinum eftir að hún hafði skolað niður níunda móhítóinum sem Sósi mataði í hana eins og honum einum er lagið. Eftir 15 mínútna lúr í kælinum var Loðmfjörð aftur komin á dansgólfið og dansaði nú Salsa eins og hún ætti lífið að leysa við alla þá sem gáfu henni auga. Er blaðamenn Séð og Heyrt birtust á staðnum þá var kella einmitt að rakna úr rotinu í kælinum, og það var þá sem þessi mynd var tekin. Loðmfjörð verður því enn og aftur á síðum hins virta fréttarits á næstu dögum. Posted by Hello

Engin ummæli: