miðvikudagur, febrúar 04, 2009

Ástvaldur veldur usla á eyjunni Mön

Þessi mynd var tekin af snúllusnúðnum Geira Ástvalds er hann var í sumarfríi á eyjunni Mön síðastliðið sumar. Ástvaldurinn spókaði sig þar um í aðsniðnum gallastuttbuxum við litla hrifningi innfæddra Manarbúa sem notuðu hvert tækifæri til þess að púa á hann og hreyta í hann ónotum. Þrátt fyrir þetta þá sagðist Ástvaldur í samtali við Sósa hafa verið sáttur við fríið og ekki erfa neitt við íbúa Manar þó svo að þeir hafi látið ýmis orð falla á Mönísku.

Engin ummæli: