fimmtudagur, september 04, 2008

Stemmari í Laxveiðitúr

Þessa mynd sendi "gæd" úr Norðurá Sósa á dögunum. Á myndinni má sjá greiningardeild Kaupþings eins og hún leggur sig að sulla í Glanna sem er einn flottasti veiðistaðurinn í Norðurá. "Þetta voru mega hressir gaurar og til í allt fyrir réttan péning" sagði þessi ónafngreindur "gæd" við Sósa en vildi taka það sérstaklega fram að ekkert ósiðlegt hefði átt sér stað þarna í hylnum "þeir voru bara að skemmta sér blessaðir drengirnir, enda kannski ekki vanþörf á eftir mikið fall á mörkuðum undanfarna mánuði". Ekki fylgdi sögunni né myndinni hvort eitthvað hefði komið upp úr hylnum þann daginn en það er líka aukaatrið.









Engin ummæli: