Rickshaw saman á ný?
Heyrst hefur að hljómsveitin Rickshaw sem sló svo eftirminnilega í gegn er nýrómantíkin stóð sem hæst, ætli sér að taka upp þráðinn á nýjan leik. Sósi setti sig því í samband við söngvara hljómsveitarinnar sálugu Richard Scobie og kallaði þegar í stað eftir viðbrögðum. "Já það er rétt, okkur fannst komin tími til að dusta rykið af hljóðfærunum og færa landanum flunkunýtt efni í bland við gamalt. Við ákváðum einnig að bæta við nýjum meðlim í hljómsveitina til þess að poppa þetta svolítið upp. Sá hinn heppni heitir Magnús Ríkharðsson og var gríðalega vinsæll plötusnúður í Hafnarfirði í denn. Við bindum miklar vonir við kappann enda svaðalegur diskótrúður" sagði Scobie eiturhress, hrissti stífspreyjaðan makkann og sló taktinn í næsta lag. Maggi Ríkharðs er annar frá vinstri á myndinni hér til hliðar íklæddur ofbirtugulu vesti og kvartbuxum í stíl.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli