Elli kominn í sveppina á ný!
Elías Sprelías Illugason oftast kenndur við Lulla sinn, er enn á ný komin í sveppina. Elías var á árum áður háður sveppaáti og var yfirleitt komin út úr kortinu fyrir hádegi. En eftir að hann kynntist Birnu sinni þá hefur hann alfarið haldið sig frá sveppaáti þar til nú. Sósa er ekki kunnugt um af hverju melurinn fór að leggja sér sveppi aftur til munns en Sósa grunar þó að það sé vegna erfiðleika á fiskmörkuðum. Elli hefur fjárfest gríðarlega í skarkolabræðslum um allt land, en eins og flestir vita þá hefur ekki veiðst skarkoli við Íslandsstrendur í tugi ára. Í samtali við markaðinn sagði Elli fyrir nokkrum dögum "Ég hélt að þessar Skarkolaveiðar færu að detta inn, en það hefur gjörsamlega brugðist" er hann var inntur eftir gangi mála.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli