Karl Ægir Karlsson svefnprófessor úr Reykjavík, kom sá og sigraði á árlegu glímumóti sem haldið var í Þorlákshöfn síðastliðna helgi. Karl hafði mikla yfirburði á mótinu og hreinlega saltaði alla andstæðinga sína niður í tunnu og dró þá eins og slý upp um alla veggi. Í samtali við Karl þá vildi hann þakka spúsu sinni Elsu Jó Man þennan frábæra árangur, en hún átti drjúgan þátt í því að Karl náði að bæta á sig einum 70 kílóum fyrir mótið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli