fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Dabbi Magg fær síðbúna Jólagjöf

Davíð Magnússyni brá heldur betur í brún á dögunum þegar starfsmaður Póstsins birtist á tröppunum hjá honum með forláta pakkaskrifli í höndunum. Davíð sem átti ekki von á neinum pakka spurði því Póstburðarkvikindið hvurju sætti og fékk þau svör að þetta væri pakki sem hefði lent á milli þilja fyrir um 30 árum síðan og hefði verið að koma í leitirnar. Er Dabbi opnaði pakkann kom í ljós fagur rauður sleði með silfruðum meiðum sem skein á í sólskyninu. "Þetta er alveg eins sleði og ég bað um í jólagjöf þegar ég var 7 ára" öskraði Dabbi víst upp fyrir sig og færðist allur í aukana. "Prófaðu hann maður" sagði pósburðardrengurinn þá og lét Davíð ekki segja sér það tvisvar, skellti á sig hjálmnum og brunaði um iðagrænan túnfótinn það sem eftirlifði dags sér, póstfíflinu og öðrum til mikillar skemmtunar.

Engin ummæli: