Sósinn komin með auglýsingasamning við Pepsi Cola
Eins og flestir vita þá hefur vefurinn Sósi.is verið styrktur af stórfyrirtækinu Coca Cola allt frá upphafi, en nú er að verða breyting á. Samkeppnisaðili Coca Cola á markaði, Pepsi Cola hefur gert Sósa.is tilboð sem aðstandendur Sósi.is geta ekki hafnað. Tilboðið felst í eingreiðslu upp á 400 milljónir og að Sósi leiki í fjórum auglýsingum sem eiga að nýtast við það að koma vörumerkinu á þann stall sem það á heima á þ.e.a.s í fyrsta sæti. Sósi tekur við kyndlinum af Britney Spears sem er víst sköllótt og í ruglinu þessa dagana. Þessi mynd var tekin af Sósa er hann hvíldi lúin bein við tökur á fyrstu auglýsingunni en þar leikur Sósi rauðhært týgrisdýr sem er alið upp á Pepsi Cola. Reiknað er með því að auglýsingin komi til birtingar í lok árs.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli