Sleifarlaginu beitt á ný í Þingholtunum!
Sá fáheyrði atburður átti sér stað í Þingholtunum í gær, að mæðgur tóku sig til og bökuðu bakkelsi handa gestum og gangandi. "Okkur datt þetta bara allt í einu í hug, veit ekki alveg hvers vegna, þetta á víst að vera voða gott" sagði Rakel Pálsdóttir sú til hægri á myndinni er hún var spurð út í þennan geðsjúka gjörning sem átti sér stað í gær. "Það hafa komið nokkrir gangandi og smakkað en engir gestir" sagði Rakel er hún var spurð hvort að einhverjir hefðu verið svo hugaðir að smakka á kræsingunum. Við á Sósi.is erum hrifnir af þessu framtaki og viljum nota tækifærið og hvetja sem flestar mæðgur að fara að dæmi þessara framtaksömu mæðgna og þrífa fram sleifarnar og nota hið alræmda sleifarlag til að galdra fram girnilegar hnallþórur handa karlpeningnum sem fer ört minnkandi vegna of mikillar neyslu á grænmeti og ávöxtum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli