þriðjudagur, september 27, 2011

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson með allt niður um sig.

Simmi Gunn sem verið hefur á íslenska kúrnum eins og alþjóð veit í nokkrar vikur brá sér til Finnlands fyrir nokkrum dögum. Þar átti hann að flytja erindi á ráðstefnu "Vambmikilla evrópu þingmanna", en varð ekki kápan úr því klæðinu. Ekki vildi betur til en svo, en að á leið sinni að ráðstefnuhöllinni hnaut Sigmundur um finnska vöfflu í bakaríi þar skammt frá. Eftir að hafa hesthúsað fimm slíkum, fékk hann svo illþarmalega í magann, að hann þurfti að dvelja til miðnættis á almenningskamri með buxurnar á hælunum í 18 tíma. Heyrst hefur að Simmi hafi meira að segja misst af vélinni heim af þessum sökum, en Sósi selur það þó ekki dýrara en hann seldi það. Sigmundur sendi þessa mynd af sér til staðfestingar á hremmingunum og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.

Engin ummæli: