mánudagur, mars 09, 2009

Gunnar Birgisson kominn aftur í sama farið!

Eins og flestum er kunnugt um, þá gerði Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi verulega gott mót á dögunum er hann fór í afeitrun til Póllands á vegum Jónínu Ben. Þar náði Gunnar að kötta sig niður í ræmur svo stór sá á honum og léttist að eigin sögn um ein 30 kíló á 6 dögum. En samkvæmt myndinni hér til hliðar sem tekin var af Gunnari á Goldfinger um helgina virðist Adam ekki hafa verið lengi í paradís. Gunnar á samkvæmt áreiðanlegum heimildum að hafa étið allt sem að tönn á festi eftir að hann kom heim og hafa í kjölfarið bætt á sig einum 60 kg. Gunnar á samkvæmt sögusögnum að hafa étið heilann strætisvagn með vagnstjóranum og 14 skiptimiðum í einum bita aðeins örfáum dögum eftir að hann kom heim úr afeitruninni. Svei attann Gunnar, maður étur ekki strýheilann Strætó!

Engin ummæli: