miðvikudagur, febrúar 11, 2009

Von Dirty felur sig í kreppunni

Bankaskelfirinn og fjármálakreppan Mr. Von Dirty er samkvæmt áreiðanlegum heimildum Sósi.is í felum í Afghanistan. Í kjölfar bankakreppunnar sem hann einn og óstuddur hratt af stað með ótímabæru hlutabréfabrölti sínu, sá hann sér ekki lengur vært á hinu helfrosna Ísalandi og flúði land. Þessi mynd var tekin af kauða er hann hugðist kaupa sér klossa á útsölu en var síðan vísað á dyr fyrir að tala hebresku á ensku við búðarkonuna.

Engin ummæli: