Von Dörí á leið á árshátíð
Sósa voru rétt í þessa að berast þær skelfilegu fréttir að fyrrverandi viðskiptamógullinn Elías Von Dörí væri á leið á árshátíð um helgina. Eins og flestum rennur ferskt vatn í skinni þá hagnaðist Von Dörí gríðarlega á útferðini svokallaðri sem nú hefur runnið sitt skeið á enda með skelfilegum afleiðingun fyrir okkur hin. Von Döri var frægur að endemum þegar hann keypti sér forljót jakkaföt á 50 milljónir evra sumarið 2006 þegar útferðin var í hámarki. En en eins og allir vita þá þorna útferðin upp og Von Döri sömuleiðis en hann hélt alltaf jakkafötunum góðu og það er það sem Sósi hefur miklar áhyggjur af. Ef Sósi þekkir Von Dörí rétt þá á hann eftir að mæta í þessum sömu fötum og gera allt vitlaust á árshátíðinni eins og honum einum er lagið. Sósi er þó að vona að hann skilja þá laufbrúnu eftir heima, því ef hann gerir það ekki má búast við óeirðum og að fólk geti ekki tekið ábyrgð á gjörðum sínum í þeirra viðurvist.
Þessi mynd var tekin af Von Dörí í jakkafötunum þegar útferðin stóð sem hæst, bjargi sér hver sem betur getur!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli