Silfurpungarnir komnir heim!
Jæja, þá eru silfurpungarnir komnir heim eftir frækilega för á Ólympíuleikana í Peking með silfurpening í farteskinu. Það er óhætt að segja að guttarnir hafi komið skemmtilega á óvart með þessari mögnuðu frammistöðu sem enginn átti von á nema þá kannski þeir sjálfir.
Sósi tekur undir með þeim sem segja að þetta sé mesta afrek sem unnið hefur verið í íþróttum á landinu til þessa. Það fór því vel á því að tekið var á móti drengjunum með pompi og prakt enda áttu þeir það fyllilega skilið. Strákarnir komu einnig skemmtilega á óvart er þeir siluðust niður Skólavörðustíginn á gömlum Scania vörubíl íklæddir appelsínugulum pungdulum veifuðu eggjandi til æstra aðdáanda sem réðu sér ekki fyrir kæti yfir uppátækinu.
Hér til hliðar sjáum við Loga Geirsson, Ásgeir Örn og fyrirliðann Ólaf Stefánsson í broddi fylkingar, pungsveitta og löðrandi í rjúkandi Ólympíufíling.
P.S. Hvernig væri nú að grafa djúpa holu setja Valgeir Guðjónsson þar ofan í, og moka yfir. Jesús minn hvað maðurinn er eitthvað misheppnaður. Hverjum datt eiginlega í hug að fá þennan mann til þess að stýra fögnuðinum við Arnarhól?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli