fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Draugabaninn Bjarni Ármannsson

Sósi fékk þær fréttir nú í morgun að bankarnir og ríkisstjórn Íslands hafi ráðið Bjarna Ármannsson, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, til að leiða nýtt ýmindarátak fyrir íslenskt fjármálalíf erlendis til þess að kveða í leiðinni niður þá drauga sem hæst hafa látið upp á síðkastið.
Eins og flestir vita þá virðist sem svo að allir utan Íslands telji að hér sé fjármálalífið á vonarvöl og það eigi í raunini bara eftir að skella í lás og henda lyklinum. Þessu er vambiklir og sílspikaðir bankastjórar hérlendis allsendis ósammála og segja að hér séu menn bara í smá pásu. "Þess vegna ákváðum við að ráða Bjarna í það að kveða niður þessa drauga sem hafa verið að plaga okkur undanfarið. Hann er helvíti góður í því strákurinn, alveg eins og nýþveginn Þjóðverji sem skuldar engum neitt. Þetta eru aðalega danskir ærsladraugar sem við er að etja og við treystum Bjarna fullkomlega til þess að eiga við þá" sagði Sigurgrjón bankastjóri Landsbankans í hádegisviðtali á Sósi.is.

Engin ummæli: