föstudagur, febrúar 04, 2005


Rakel var að hringja frá Köben!! Hún og Sigga eru nú staddar á Radhuskælleren að fá sér fyrsta bjórinn. Rakel er með Siggu í ól svo hún geti haft taumhald á henni ef hún ætlar sér að fara á eitthvað lóðarí. Posted by Hello
Ég mun reyna að fylgjast með ferðum þeirra á á netinu á meðan að þær eru í Köben og birta myndir ef ég rekst á einhverjar.
Jæja, nú eru Rakel og Sigga farnar til Köbenhavn, eru sennilega að lenda núna. Þetta er búin að vera strembin vika hjá þeim vinkonum. Vinkona þeirra missti eins árs gamalt barn sitt um síðustu helgi og það fékk mjög á þær stöllur eins og gefur að skilja. Síðan eru búin að vera alveg fáránlega mikil veikindi heima fyrir og rauninni allt í steik. Það er vonandi að þær nái að slaka vel á og gleymi öllum þeim leiðindum sem eru hér heima í þessu skammdegi dauðans. Annars held ég að nú taki við betri tíð með blóm á snaga. Það hlýtur bara að vera, það eru búin að vera svo mikil leiðindi það sem af er þessu ári að það tekur engu tali. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott sagði Fjölnir sem var einu sinni með Möndu Marín, og ekki er hann nú alvitlaus heimspekingurinn sá.

þriðjudagur, febrúar 01, 2005


Tilkynning frá félagi eldri borgara. Allir að mæta, boðið upp á kaffi! Posted by Hello

Þorgeir Ástvaldsson skellti sér beint til Benidorm eftir Roskilde og tæklaði tjellingarnar á Íslendingabarnum eins og óður væri. Þorgeir sagði við blaðamann Benidormpostsins að hann hefði nælt sér í þessa bombu þegar hann tók slagarann "Ég fer í fríið" fyrir fullu húsi á danska barnum kvöldið áður. Posted by Hello


Þessi vírus sem ég fékk í augun um helgina er alveg að gera mig vitlausan. Hann hefur ágerst um helming og nú er ég farin að sjá allskyns hluti sem ég áður ekki sá. Nú sé ég t.d. í gegnum föt, sé álfa og tröll í hverju horni, sé að mér, sé til og síðan í morgun þá sá ég fljúgandi geimskip. Posted by Hello

mánudagur, janúar 31, 2005


Það sást til Þorgeirs Ástvaldssonar á Hróarskeldu í sumar þar sem þessi mynd var tekin. "Ég er nú bara að chilla hérna og tékka á stemningunni. Það hefur greinileg mikið breyst síðan ég var hér síðast" sagði Þorgeir við blaðamenn Aftenpostsins sem vildu fá að vita frekari deili á þessum skrítna dverg frá Íslandi. Posted by Hello

Heyrðu!, það svínvirkar. Posted by Hello


Þetta er líka hann Davíð!! Þarna ryksjúgar hann af miklum móð því að einhver vitleysingur í Kanada sagði honum að maður myndi grennast á því að ryksuga að minnsta kosti einu sinni á dag. Posted by Hello


Þetta er stórvinur minn hann Davíð Vignir Magnússon ásamt syni sínum honum Magnúsi júníor. Þeir feðgarnir eru búsettir í Kanada ásamt móður Magnúsar og kunningjakonu Davíðs henni Guðnýju. Þeir eru flottir feðgarnir í nýju kanínunáttfötunum sem þeir fengu í jólagjöf frá einna af fyrrverandi hans Davíðs. Posted by Hello

Nei, sjáiði hvað afi veiddi stórann fisk!! Posted by Hello

Mínir menn í United lögðu Middlesborough um helgina í enska bikarnum, þar sem þessi maður hér Wayne Rooney skoraði tvö glæsileg mörk. Svei mér þá, hann lítur út eins og einn af Orkunum úr Hringadróttinssögu. Posted by Hello


En það þýðir svo sem ekkert að vera að væla yfir smá veikindum, það er bara hallærislegt. Þess vegna ætla ég að taka upp léttara hjal hér á blogginu og hætta öllu væli. Elías stórvinur minn og kunningi til marga ára var til dæmis ekkert með neitt væl um helgina. Hann skellti sér með konuna á Hótel Selfoss á laugardaginn, þar sem þau skötuhjú ætluðu að stunda jógaæfingar og andlega íhugun til þess að byggja sig upp fyrir átök komandi viku. Þau fóru síðan að ég best veit að borða á Stokkseyri frekar en Eyrarbakka um kveldið og voru ekki með neitt væl enda engir vælukjóar þar á ferðinni skal ég segja ykkur. Þetta fólk kallar sko ekki allt ömmu sína. Eftir matinn skellti Elli sér síðan í sundskýluna og fór með matargesti í göngutúr um Stokkseyrarfjöru þó svo að úti væri 5 stiga frost og 13 m. á sekúndu. Flestir stöldruðu þó ekki lengi við í fjörunni svona fáklæddir og höfðu sig á brott hið snarhasta eftir stutta viðdvöl. Elli aftur á móti sprangaði fjöruna á enda, enda vel varinn fyrir kulda og trekki, selspikaður og loðinn sem mammút drengurinn sá. Birna aftur á móti lét ekki hafa sig út í neina vitleysu, teygaði frekar Egils Kristal með röri inni í hlýjunni og hló að vitleysunni í Elíasi enda var hann draugfullur sem endranær. Posted by Hello
Helvíts Innflúennnnnsan!

Þetta er nú ekki búin að vera skemmtilega helgi. Ég og Saga með flensuna, Rakel með hálsbólgu, Siggi hoppandi um á annarri löppini eins og haltur héri og Stefanía með unglingaveikina. Í gær fékk ég svo vírus í augun eins og Saga og í morgun var Stefanía orðin veik. Til þess að reyna að sporna við því að fá ekki þessa helvítis flensu er best að forðast stress, svefnleysi og að keyra sig út á vinnu, en þessir þættir eru þekktir að því að veikja virkni ónæmiskerfisins og þar með hæfni þess til að verjast sýkingum. Ég er búin að vinna alltof mikið uppá síðkastið og þess vegna hef ég fengið þessa flensu (hefði átt að fara í flensusprautuna sem var boðið uppá hjá VGK, grrrrr). En nú hlýtur þessi veikindahryna sem dunið hefur á fjölskylduni að taka enda, annað væri ekki sanngjarnt. Saga hefur varla farið á leikskólann í mánuð.