fimmtudagur, maí 19, 2005


Selma hefur loksins ákveðið í hverju hún ætlar að vera í kvöld. Auðvitað hafði hún fyrst sambandi við Sósi.is og blaðamenn Sósa þustu til Kænugarðs og smelltu af henni mynd í nýja búningnum. Hún sagði við blaðamenn að stílistarnir og hún hefði ákveðið að það væri líklega best að vera í einhverju hefðbundnu, og hvaða manneskja klæðir sig á mest hefðbunda hátt í heimi??, jú þið gátuð ykkur rétt til, það er hún Rauðhetta. Þetta steinliggur sagði Geiri Gay sem er á staðnum, hún á eftir að fá nokkur stig út á þetta.  Posted by Hello

Þessi mynd finnst mér alveg geðveikislega fyndin. Alsber tjelling í brú ha,ha,ha, lol. Verð að biðja Loðmfjörð um að taka eina slíka í kvöld. Hún er örugglega til í það eftir nokkra GOGT.  Posted by Hello

Æðislegar franskar eiðniauglýsingar! Posted by Hello

þriðjudagur, maí 17, 2005


Flottur stuttermabolur. Ansi væri nú hún Jóhanna Sig flott í einum slíkum, eða Margrét danadrotting hún myndi rokka feitt í þessum. Posted by Hello

Siggi var frelsinu fegin, enda verið læstur inni í Borgarleikhúsi við æfingar á Kalla á þakinu um langt skeið. Hann lét sér það í léttu rúmi liggja þó pabbi hans smellti af honum mynd, enda orðin öllu vanur í þeim efnum eftir samgang við fræga leikara eins og Ladda og Sveppa sem kalla ekki allt pönnu sína. Posted by Hello

Stella tjillaði á ísnum og lét fátt koma sér úr jafnvægi. Posted by Hello

Saga var kúlið uppmálað og skartaði nýjum sólgleraugum sem mamma hennar keypti í Dior þegar hún var á ferðalagi með ríka og fræga fólkinu í London fyrir skömmu. Posted by Hello

Við rákumst á Harry Potter í brekkunni og smelltum af honum mynd.  Posted by Hello

Sósi og Grjóni á toppnum. Þarna var færið bara gler, en við létum það ekki stoppa okkur og renndum okkur eins og atvinnumenn þarna niður snarbratta hlíðina. P.S. Grjóni mætti ekki í ræktina í morgun. það hefur sennilega verið útaf rauðvínskútnum sem hann drakk í einum teig er við komum niður. Posted by Hello

Sósi var sver á jöklinum og var það mál manna að aðrar eins græjur hefður ekki sést í fjöldamörg ár eða allt frá því fyrst sást til Sósa við rætur jökulsins fyrir 10 árum síðan, en þá var Sósi á svaðalega rauðum kagga sem fyrir löngur er orðin landsfrægur fyrir straumlínulagað útlit sem seint verður toppað. Posted by Hello

Sósi lét heldur ekki sitt eftir liggja í snævi þökktum hlíðum Snæfellsjökuls. Hann skartaði einkar fallegri rauðri jólasveinahúfu sem vakti mikla eftirtekt allra í brekkunni. Það var mál manna að Sósi hefði aldrei misst kúlið þó svo að hann tekið nokkrar byltur og endasenst út um víðan völl. Posted by Hello

Lommann lét sig ekki vanta frekar en endranær. Hún sýndi gamalkunna takta á brettinu rétt eins og hún gerir gjarnan í Laugum í hádeginu. Þeim sem langar að kíkja á kellinguna taka sprettinn á brettinu er bent á að mæta stundvíslega klukkan 12 niður í Laugar í Laugardalnum þar sem hún spænir af sér spikið alla virka daga vikunnar og stundum líka um helgar þegar vel liggur á henni. Sósi á það þó til að leggjast á hana um helgar og þá getur hún ekki mætt vegna máttleysis. Posted by Hello

Snæfellsjökullinn skartaði sínu fegursta þessa hvítasunnuhelgi.  Posted by Hello

Fórum árlega ferð á Snæfellsjökul um Hvítasunnuhelgina, sól skein í heiði og allir voru í banastuðið. Ég var tekin af löggunni þegar ég brenndi í Borgarnes að sækja Sigga, var tekinn á 127 km. hraða sem þykir víst nokkuð gott. Löggan var létt í lund og fór með gamanmál meðan þeir skrifuðu mig niður. Daginn eftir fékk ég síðan heimsókn af lögreglumönnum á Arnarstapa þar sem við gistum. Okkur brá öllum í brún þegar löggann bankaði uppá og spurði eftir Sósa. Allir héldu að eitthvað hefði komið uppá og voru næstum brostnir í grát. En erindið sem þeir áttu við mig var að skila mér resepti sem ég hafði misst í löggubílnum er ég sýndi þeim skilríkin mín. Þeir keyrðu sem sagt alla leið úr Stykkishólmi til þess að skila mér lyfseðli sem rann út fyrir hálfu ári (lol). Þetta var mjög skrýtin uppákoma og sumum varð svo mikið um að þeir tæmdu úr rauðvínskútnum og lágu óvígir eftir. Annars var þetta frábær ferð í alla staði nema að Hlébarðinn missti undan sér annan fótinn og endaði síðan á því að brjóta á sér gírinn, þannig að hann var ekki brúkaður nema hluta af ferðinni. Posted by Hello