föstudagur, janúar 04, 2008

Geggjagaur í forsetaframboð

Ástþór Magnússon (friður 2000, geggjagaur, tómatsósukallinn) hefur nýverið sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann ætli sér í forsetaframboð gegn Ólafi Ragnari í þriðja sinn. Ekki er nú öll vitleysan eins, er öngvin leið að stöðva þennan brjálæðing?

fimmtudagur, janúar 03, 2008

Áramótaskaupið vonbrigði

Mikið fannst Sósa áramótaskaupið slappt í ár. Það átti góða spretti en náði einhvern veginn aldrei neinu flugi. Langdregna Lost-grínið með týndu útlendingana var svo lélegt að allt annað í skaupinu hreinlega týndist. Sósa finnst yfirleitt allt fyndið sem Jón Gnarr kemur nálægt en hans húmor virtist vera víðs fjarri. Það er í rauninni alveg ótrúlegt að það skuli vera sömu aðilar sem komu að skaupinu og Næturvaktinni.
Sósi óskar öllum landsmönnum til sjávar og sveita gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.

Myndin hér til hliðar er tekinn á nýjarsdansleik Sósa.is sem haldinn var í Smáralindinni. Sósi og Lomma voru þau einu sem létu sjá sig að þessu sinni og þykir Sósa það miður. Líkleg skýring fyrir mætingarleysinu þykir þó vera sú að það gleymdist að auglýsa dansleikinn. Sósi og Lomma skemmtu sér engu að síður vel á þessum fyrsta degi ársins, og dönsuðu langt fram á nótt.
Þetta kallar maður að vera á skallarassgatinu!

http://www.69.is/openlink.php?id=101591

ohh hvað þeir eru krúttlegir