fimmtudagur, nóvember 13, 2008

Guð blessi ykkur!

miðvikudagur, nóvember 12, 2008

Von Dörí á leið á árshátíð

Sósa voru rétt í þessa að berast þær skelfilegu fréttir að fyrrverandi viðskiptamógullinn Elías Von Dörí væri á leið á árshátíð um helgina. Eins og flestum rennur ferskt vatn í skinni þá hagnaðist Von Dörí gríðarlega á útferðini svokallaðri sem nú hefur runnið sitt skeið á enda með skelfilegum afleiðingun fyrir okkur hin. Von Döri var frægur að endemum þegar hann keypti sér forljót jakkaföt á 50 milljónir evra sumarið 2006 þegar útferðin var í hámarki. En en eins og allir vita þá þorna útferðin upp og Von Döri sömuleiðis en hann hélt alltaf jakkafötunum góðu og það er það sem Sósi hefur miklar áhyggjur af. Ef Sósi þekkir Von Dörí rétt þá á hann eftir að mæta í þessum sömu fötum og gera allt vitlaust á árshátíðinni eins og honum einum er lagið. Sósi er þó að vona að hann skilja þá laufbrúnu eftir heima, því ef hann gerir það ekki má búast við óeirðum og að fólk geti ekki tekið ábyrgð á gjörðum sínum í þeirra viðurvist.

Þessi mynd var tekin af Von Dörí í jakkafötunum þegar útferðin stóð sem hæst, bjargi sér hver sem betur getur!

38 ára gamall maður svikinn af BT

Davíð Vignir Magnússon, 28 ára gamall maður úr Hafnarfirði, hafði beðið í fimm mánuði eftir að fá nýja PSP leikjatölvu frá BT í stað gallaðrar, þegar BT var tekið til gjaldþrotaskipta.
Á föstudegi fyrir hálfri annarri viku, tókst móður Davíðs, að semja um endurgreiðslu þar sem sýnt var að ný tölva væri ekki væntanleg. Henni var sagt að þau þyrftu aðeins að skila snúru sem fylgt hafði tölvunni, svo hægt væri að endurgreiða vélina. Þegar þau hugðust ganga frá málinu á mánudeginum hafði BT verið lokað og óskað eftir gjaldþrotaskiptum.
Sirrý mamma Davíðs segir að sonur sinn hafi í heilt ár átt þó óska heitasta að eignast PSP tölvu, eins og flestir félagar hans eiga. „En þar sem ég er einstök þriggja barna móðir átti ég ekki möguleika á að verða við því þó ég hefði svo sannarlega viljað,“ segir Sirrý.
En Davíð dó ekki ráðalaus. Hann hófst handa við að safna sér fyrir tölvunni sjálfur. „Í heilt ár lagði hann til hliðar afmælis- og vasapeninga og safnaði flöskum sem hann seldi,“ segir Sirrý en bætir því við að tölvan hafi verið dýr og þess vegna hafi meira þurft til. „Hann brá þá á það ráð, þar sem hann er einkar drátthagur, að teikna myndir og bjóða til sölu. Dögum saman þrammaði hann götu úr götu með möppuna sína og seldi, sama hvernig viðraði,“ segir Sirrý.
Loks rann upp sá dagur að Róbert átti fyrir tölvunni. Þau mæðginin fóru í BT í kringlunni þar sem Davíð lagði stoltur fram aurana sína og fékk tölvuna afhenta. „En gleðin var skammvin þar sem tölvan reyndist gölluð. Henni var skilað og sagt að von væri á nýrri sendingu af tölvum innan skamms,“ segir Sirrý en sú bið varð fljótlega að vikum og mánuðum. „Alltaf var okkur sagt að tölvurnar væru við það að koma til landsins,“ segir hún.
Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður og skiptastjóri BT sagði í samtali við Sósa.is að eini möguleikinn fyrir Davíð og þá sem kunna að eiga eitthvað inni hjá BT sé að gera kröfu í þrotabúið. Það sé hins vegar afar hæpið að hann fái tölvuna endurgreidda, nema hugsanlega að hluta. „Hann fær þetta líklega aldrei,“ segir Helgi.

mánudagur, nóvember 10, 2008

Vinsti grænir undirbúa kosningar!