föstudagur, ágúst 08, 2008

Galdrasyning.is

Sósi hvetur alla þá sem gaman hafa þjóðfræði að kíkja inn á vefinn www.galdrasyning.is sem er frábær vefur hannaður af galdramanninum góða Sigurði Atlasyni. Enn fremur hvetur Sósi alla til þess að gera sér ferð vestur og skoða galdrasýninguna á ströndum þar sem hinn sami Sigurður ræður húsum og brynnnir líka músum ef vel liggur á honum. Siggi á það meira að segja til að bjóða fóli í glas, en Sósi varar þó fólk við að þiggja meira en eitt glas, því í glasinu hans Sigga er bæði hátt til lofts og vítt til veggja. Þessa mynd tók Sósi af Sigga síðast er hann var í heimsókn.
Glitnismaraþonnið 23. ágúst

Sósi minnir á Glitnismaraþonið sem hlaupið verður þann 23. ágúst næstkomandi, nánar tiltekið á afmælisdegi Sósa. Sósi hafði ráðgert að taka þátt og hlaupa heilt maraþon, en verður að sitja heima vegna brúðkaups í fjölskyldunni. Sósi vill minna þá sem ætla sér að taka þátt í lengri vegalengdunum að muna eftir bleyjunum því annars gæti farið eins fyrir ykkur og hlauparanum á myndinni hér til hlíðar. Þetta kallar maður að skíta ærlega upp á bak!

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Páll Óskar mun skarta nýju útliti á Gay-Pride

Sósi fékk leyfi hjá söngdívunni og gleðistautnum Páli Óskari til þess að birta fyrstur mynd af honum eins og hann mun birtast landsmönnum í gleðigöngunnni sem farinn verður á laugardaginn í tengslum við Gay-Pride. Páll Óskar sagði Sósa að hann væri himinlifandi yfir yfirhalningunni sem hann fékk í Póllandi hjá Jónínu Ben og sagðist fyrir löngu vera orðinn leiður á þessu dökka yfirbragði sem einkennt hefur söngvarann síðustu ár. "Ég kem til með að hözzla feitt á Gay-Pride, og það mún deffinettly rjúka úr nokkrum rössum um helgina" sagði Palli skælbrosandi við Sósa og rauk síðan í að pakka inn konfektkössum sem hann ætlar sér að gefa nokkrum vel völdnum hönkum um helgina.
Jónína Ben aldrei litið betur út

Jónína Benediktsdóttir sem trítað hefur landann í Póllandi við allskonar iðrakveisum og exemi við góðan orðstír, hefur sjálf tekið stakkaskiptum að eigin sögn bæði í iðrum og útliti. "Ég er sjálf búin að vera í þessari meðferð sem ég hef verið að fara með landa mína í og ég sé svo sannarlege ekki eftir því" sagði Jónína sem stödd er í Póllandi þessa dagana að skipuleggja næsta season sem byrjar í september. Jónína vildi ekki gefa það upp hvort að hún væri búin að láta blása í brjóstin á sér en sagði þó að ef konur væru að spá í að láta stækka á sér brjóstin þá væri hægt að fá slíka meðferð fyrir slikkerí í Póllandi eins og allt annað. "Þú mátt alltaf koma austur og leika" sagði svo Jóna að lokum svo Sósa rann kallt hland milli rifja yfir þessum jussulegum lokaorðum.
Furðufugl tók þátt í Dragkeppni í Óperunni í gær

Það brá mörgum í brún þegar ástmögur þjóðarinnar, Ástþór Magnússon fyrrverandi forsetaframbjóðandi og friðardúfa steig öllum að óvörum á stokk í Óperunni í gærkveldi í hinni árlegu Dragkeppni sem haldin er í tengslum við "Hinsvegins daga" ár hvert. Ástþór kom fram í viðbjóðslegu korseletti og pungdulu með bjór í hendi og dansaði trylltan dans í takt við ærandi tóna Bary Manillow. Mörgum varð svo mikið um að þeir þurftu að yfirgefa salinn, gjörsamlega í losti yfir uppátækinu. Á meðan á dansinum stóð beindi Ástþór reglulega trylltu augnaráði sínu að viðstöddum svo mörgum lá við yfirliði. Er Sósi náði í kauða baksviðs eftir atriðið og innti hann eftir því hví hann hefði ákveðið að taka þátt, sagði hann "ég er að vekja athygli á nýju friðarverkefni sem ég er með í pípunum, sem felst í því að selflytja slatta af hommum og gommu af lesbíum til Íran til þess að ræða við Íransforseta um kjarnorkuáætlun þjóðarinnar" klóraði sér letilega í rauðu dulunni og gekk letilega í burtu með starandi augnaráð geðsjúklingsins.

miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Borgarfjörður-Eystri, ertu að grilla í mér?
Kótilettu eltingarleikurinn (öll sagan)
Lomman eltist við kótilettur á fjöllum

Á myndinni hér til hliðar má sjá Lommukvikindið er hún tók trylling á fjöllum í hringferð þeirra hjóna á dögunum. Ekki er vitað af hverju tryllingurinn hljóp í kellinguna, en Sósa grunar að hún hafi einfaldlega verið orðin svöng blessunin og ætlað að ná sér í fjallakótilettur fyrir slikk.

þriðjudagur, ágúst 05, 2008

Samfylking og Vinstri-Grænir aftur til valda í borginnni?

Sósa barst það til eyrna nú á dögunum að Samfylkingin og Vinstri-Grænir sæju nú loks tækifæri á því að komast aftur til valda í borginni í kjölfar mikils vandræðagangs á sitjandi meirihluta undanfarnar vikur og mánuði.
Þessar raddir fengu byr undir báðar hendur er Sósi rakst á þau skötuhjú Dag Bjé Egg og Svandís Svavars í sleik undir húsvegg í gamla biðbænum. "Já það má eiginlega segja það, að það sé farið að hitna verulega í kolunum" sagði Dagur útúrsleiktur og ringlaður er Sósi spurði hann hvort sögusagnirnar væru réttar.