föstudagur, janúar 14, 2005


Ég og Rakel hittum Elías og Birnu á 101 um daginn og þá fór Elías að tala um einhverja mynd sem ég hafði sent honum þar sem ég hefði skeytt mynd af honum inná teiknaða mynd af manninum sem þá var ekki vitað hver var í líkfundarmálinu mikla á síðasta ári. Elli var eitthvað að tala um að þetta væri fyndnasta mynd ever, svo ég fór í tölvuna mína og gróf upp þessa mynd. Svei mér þá ef ég er ekki sammála honum, myndin er jafnvel fyndnari núna. Posted by Hello

Sjóðandi heita Visakortið mitt! Posted by Hello
Enn einn föstudagurinn runnin upp og enn ein helgin framundan. Helgin mun að öllum líkindum fara í vinnu hjá mér, því ég tók að mér málningarvinnu fyrir einn af starfsfélögum mínum. Ég mun því vera á kafi í ryki og skít upp fyrir haus alla helgina. En ég væli nú ekkert yfir því enda jólavisa á næsta leyti og ekki verra að vera búin að afla dálítið aukreitis fyrir reikningnum. Talandi um Visa. Ég tók þá ákvörðun núna fyrir jólin að nota ekkert visa kort þessi jól, eða alla vega stilla því í algert hóf. Þessi ákvörðun mín stóð lengi vel fram eftir desember en að lokum þá þurfti ég að rífa fram gullkortið og byrja að strauja eina og vitskertur álfur út um allan bæ. Alveg er það með ólíkindum hvað maður eyðir mikið af peningum fyrir þessi blessuð jól, þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað. En það þýðir nú ekkert að grenja útaf því, þannig er þetta bara og mun sennilega ekkert breytast þó svo að maður verði sífellt vitrari (vitskertari) með aldrinum.

fimmtudagur, janúar 13, 2005


Ég og Rakel kynningarstjóri erum farin á pöbbinn að fá okkur bjór með Sigga galdramanni! Posted by Hello
Reddið ykkur meira plássi hjá Hotmail

Ég rakst á þetta á netinu og þetta svínvirkaði hjá mér. Ég er kominn með 25 mb pláss hjá Hotmail í staðin fyrir 2 mb sem ég var með fyrir og það stækkar up í 250 mb eftir smá tíma.

1. Loggaðu þig inn á hotmail póstinn þinn.
2. Farðu í options(hægra megin)>personal(vinstra megin)>my profile
3. Breyttu landinu í United States og veldu Florida sem fylki. Póstnúmer skal vera 33332.
4. Vistið og farið næst á http://memberservices.passport.net/memberservice.srf?lc%2043
5. Smellið á Close my .NET Passport account. Eftir það þarf að smella á Contact Hotmail og velja Close my account.
6. Lokið Internet Explorer og skráðu þig út af MSN messenger.
7. Skráðu þig aftur inn á hotmail.com og veldu activate my account.
8. Nú þarf að fara í gegnum skráningarferlið aftur. Þegar þvi er lokið ætti að vera komið 25MB geymslupláss i pósthólfinu þínu og fljotlega ætti það að vera uppfært í 250MB.

Nýji kynningarstjórinn hjá Eddu útgáfu!!! Posted by Hello
Búin að taka út skemmdirnar sem unnar voru á bifreið okkar hjóna nú í morgun, þegar við vorum enn í fasta svefni. Óverulegar skemmdir voru á biðfreiðinni, númeraplatan var brotinn and thats it.
Held að ég geri nú ekkert mál úr þessu við elskulegan nágranna minn. Fæ hann kannski til þess að bjóða mér í bjór, það væri nú ekki verra. Annars er bíllin svo skítugur þessa dagana að það er ómögulegt að sjá hvernig hann er á litinn svo skítugur er hann. Ég verð nú að fara að gera "bræðrabót" á því næstu daga, en það er bara svo helvíti kallt. Mikið væri ég nú til í að eiga bílskúr, þá gæti ég alltaf verið að þvo bílinn og bóna (glætan spætan).


Rétt í þessu var nágranni minn hann Rúnar að hringja í mig og segja mér að það hefði verið klesst á bílinn minn í morgun. Hann var sem sagt á leiðinni í vinnuna í morgun þegar bíllinn hans rann afturábak og klessti mína fínu Toyotu bifreið. Hef ekki ennþá komist í það að kíkja á skemmdirnar en þær eru að sögn Rúnars óverulegar. Annars byrjar þessi mánuður ekkert allt of vel. Saga búin að vera meira og minna veik, Siggi búin að mölbrjóta á sér fótlegginn og þar með missa af hlutverkinu sem hann var búin að landa í uppfærslu Óskars Jónassonar á Kalla á þakinu, Rúnar búin að klessa á bílinn okkar og ég veit ekki hvað. Ég sem var alveg handviss um að þetta ár yrði mér og mínum gott ár. En það eru þó ekki eintóm vátíðindi. Rakel er á uppleið innan fyrirtækisins sem hún er að vinna hjá, hún hefur nú þegar fengið stöðuhækkun þó svo að hún hafi einungis unnið hjá þessu fyrirtæki í hálft ár. Gott hjá henni! Annars held ég að árið verði gott þó svo að þetta byrji svona í janúar. Ég hef líka alltaf trúað því að fall sér fararheill og að ekki sé svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, hmmmmmmmm. Jæja nóg af blaðri í bili, er farinn í ræktina.
PS. Talandi um ræktina. Ég setti mér það sem markmið þegar ég byrjaði í ræktinu fyrir tæpu ári síðan að ég skyldi ná að taka 100 kg. í bekkpressu áður en árið væri liðið. Þessu markmið náði ég á mánudaginn, húrrrrrra fyrir mér. Ég er mjög ánægður með þennan árangur þó svo að ég viti að öðrum finnist þetta nú hálfgert húmbúkk. Ég meira að segja náði að lyfta 110 kg. einu sinni, geri aðrir betur.

þriðjudagur, janúar 11, 2005


Búið að tjasla drengnum saman og hann kominn upp í rúm að hvíla sig. Posted by Hello

Rakel og Siggi settu upp leikrit á sjúkrahúsinu, þar sem að Rakel var í hlutverki umhyggjusamrar móður og Siggi í hlutverki aumkunarverðs sjúklings. Mér sýnist að uppfærslan hafi nú tekist býsna vel. Talandi um uppfærslur, Siggi var búin að landa stóru hlutverki í leikritinu "Kalli á þakinu" sem Óskar Jónasson var að fara setja upp í Borgarleikhúsinu, sem hann missir nú í hendurnar á einhverjum öðrum vegna fótbrotsins (arghhhhhhhhhh). Hann þarf að vera að minnsta kosti 4-5 vikur í gipsinu. Posted by Hello

Á þessari mynd sést greinilega hvernig pípurnar hafa báðar brotnað í sundur. Posted by Hello

Siggi í röntgenmyndatökunni. Brotið sést vel þó svo að myndin sé tekin í þónokkurri fjarlægð. Posted by Hello

mánudagur, janúar 10, 2005

Innlent | mbl.is | 10.1.2005 | 13:07

Annasöm helgi hjá lögreglunni í Reykjavík

Eftir hádegi á sunnudag flutti sjúkrabíll slasaðan dreng á slysadeild. Drengurinn hafði verið á skíðum í skíðabrekkunni við Jafnasel og var talið að hann hefði fótbrotnað.

Þessi frétt birtist í morgunblaðinu í morgun. Umræddur piltur er engin annar en Sigurður Óskarsson sonur minn og liggur hann nú fótbrotinn á Borgarspítalanum mikið kvalinn. Siggi fór sem sagt á skíð með vinum sínum um hádegisbil á sunnudag og ætluðu þeir að gera sér glaðan dag í brekkunum sem endaði með því að Siggi missti stjórn á skíðunum í þriðju bunu og keyrði að Högna vin sinn sem var á Stiga sleða með þeim afleiðeiðingum að báðar pípurnar í fætinum fóru í sundur fyrir ofan skíðaskó. Hann þurfti að fara í aðgerð í gærkveldi og voru settir tveir naglar í beinið til þess að halda þeim sem best á réttum stað á meðan að beinin gróa.
Hann kemur nú vonandi heim í dag og þá verða allir á heimilinu að vera extra góðir við hann. Rakel var með myndavél í vasanum þegar við fórum upp á slysó og við smelltum því af nokkrum myndum sem munu birtast hér á síðunni á morgun. Ég náði meira að segja mynd af röntgenmyndinni sem var tekin af fætinum, hún er allsvakaleg.