fimmtudagur, október 18, 2007

Hanna Birna svekkt og sár!

Ekki eru allir jafn sáttir við lok mála í borginni og síst af öllum Hanna Birna Kristjánsdóttir sem hefur farið hamförum á Birni Inga svo ekki sé dýpra í görnina rekið.

En nú er nóg komið af hinu svokallaða REI máli og öllum vangaveltum í kringum það mál og setjum því punkt hér.
Tekið hef ég hvolpa þrjá

Grýla lætur ekki að sér hæða er kemur að því refsa óþekkum strákum fyrir óhlýðnina. "Þessir strákpjakkar munu nú fá að finna fyrir refsivendi Grýlu gömlu" sagði Grýla við Sósa sinn (sem hún heldur mikið upp á) er Sósi kom við í hellinum hjá henni síðastliðinn mánudag til að fá sér skonsu. "Ætli ég saxi þá ekki niður og noti þá sem bragðefni í súpu sem ég hef verið með í kollinum í þó nokkurn tíma. Var svona með basicið á hreinu varðandi aðal hráefnið en vantaði eitthvað til þess að peppa þetta upp. Held að ég nái því bragði fram sem ég hef verið að leita að, ef ég nota smá dass af hvorum þeirra" sagði Grýla við Sósaling að lokum og hvaddi hann með virktum í hellisskútagatinu.

"Rokk on" öskraði síðan Grýla á eftir Sósa svo undirtók í fjöllunum.

miðvikudagur, október 17, 2007

Villi Vill tekur hnakkaskiptum!

Vilhjálmur Vilhjálmsson eða Villi Villi eins og flestir kalla strákinn hefur loksins látið hártoppinn fjúka eftir ótal ábendingar frá fagfólki í hárbransanum. Villi skartar nú nauðum skallanum og lítur mun betur út fyrir vikið. "Það var komin tími á breytingar og því lét ég toppinn og bindið fjúka í bili" sagði Villi við Sósa í stuttu viðtali í gær. Þess má geta að Villi villi verður aðstoðarmaður Jóns Ársæls í vetur og mun leysa hann af á skjánum ef Jón lendir í einhverju veseni.
Dagur Bergþóruson Eggertsson nýr borgarstjóri í Reivík.

Í stuttu samtali við Sósablogg sagði "Spartdagur" eins og hann nú vill láta kalla sig að nú væru nýjir tímar að renna upp í borginni og að nú yrði tekið á málum af festu. "Framvegis verður ekki einu sinni nammi á laugardögum lömbin mín" sagði Spartdagur við Sósa og strauk lambinu Binga um vangann og glotti við tönn. Bingi jarmaði þá hjákátlega og vissi ekki í hverja loppuna hann átti að stíga af kæti. "Jæja, 20 armbeygjur og 60 sitt upp lömbin mín" veinaði síðan Spartdagur á lömbin sín og tók heljarstökk út í náttmyrkrið.

Sósi óskar Spartdegi til lukku með nýju stöðuna.


Sósi mælir með "The Crying Game"
Þessi var að detta inn á leigurnar, mögnuð mynd um snöktandi stjórnmálaflokk sem má hvergi Wham sitt vita.
Leikarar: Villi Vill, Gísli Marteinn, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Júlíus Fífill o.m.fl.
Leikstjóri: Villi Vill
Þetta á ekki eftir að ganga upp, Sósi hefur bara öngva trú á því!
Bingi Glæpur

Sósi hafði ætlað sér að skrifa langa grein um hið svokallaða "Rei" mál sem tröllriðið hefur allri umræðu á landinu síðustu daga, en hefur nú tekið þá ákvörðun að gjöra það ekki. Ákvörðunin er tekin út frá miklum þrýstingi nokkurra auðmanna sem gætu orðið fyrir töluverðum búsifjum ef Sósi léti gamminn geysa á einum virtasta og víðlesnasta fréttamiðli á norðurhverli jarðar, Sósabloggi. Sósi settist því að samningaborði auðmanna og samdi um að auðmennirnir myndu sjá til þess að Sósablogg skyldi aldrei líða fjárskort og að þeir myndu fjármagna útgáfu þessa netmiðils til næstu 20 ára og væri sá samningur óuppsegjanlegur af beggja hálfu til 50 ára, að því tilskyldu að kjarasamningar héldust óbreyttir til næstu 15 ára og að vísitalan myndi ekki hækka en sem nemur hálfum launum kennara til 5 ára. Ekki stóð þó stafkrókur í þessum samning um að Sósi mætti ekki skella fram eins og einni mynd sem tengdist málinu.